Lifun er hórukassi

Punktar

Fyrir fáum áratugum var íslenzk blaðamennska siðvædd að vestrænni fyrirmynd með skörpum skilum milli auglýsinga, skoðana og annars efnis blaða. Auglýsingar í efnisformi voru fyrirlitnar og kallaðar hórdómur. Þetta var skammgóður vermir. Með aukinni markaðshyggju og almennu siðleysi í þjóðfélaginu seig aftur á ógæfuhliðina, fyrst með svonefndri kostun í ljósvakamiðlum og síðan með svonefndri kynningu í prentmiðlum. Niðurlæging fjölmiðlunar er svo orðin alger í blaði eins og Lifun, fylgiriti Morgunblaðsins. Þar er allur texti meira eða minni kynning vörumerkja, meira að segja mataruppskriftirnar. Blaðið er rangnefnt og ætti að heita Hórukassinn.