Spæjarar herða valdatök

Punktar

Í Guardian túlkar Martin Wollacott handtöku rússneska auðkýfingsins Mikaíl Kodorkovsky sem sigur hinnar illræmdu rússnesku leyniþjónustu KGB í valdabaráttu hennar við hina illræmdu auðkýfinga, svokallaða óligarka, sem komust yfir eignir ríkisins á útsölu einkavæðingar. Á tímum Boris Jeltsín réðu auðkýfingarnir mestu, en á valdaskeiði Vladimír Putín hafa völdin dregizt í hendur vina hans og samstarfsmanna í leyniþjónustunni. Efnislegt lýðræði að vestrænum hætti er jafn fjarlægt í Rússlandi og verið hefur, enda er fjölmiðlun í landinu meira eða minna komin í þjónustu Pútíns.