Lengi stangað úr tönnum

Punktar

Bandarískur vísindamaður, Leslea Hlusko, sem hefur rannsakað tennur úr beinagrindum steinaldarmanna, telur útlit þeirra benda til, að þeir hafi notað strá til að stanga úr tönnum. Samkvæmt tilraunum Hluski er hægt að framkalla hliðstætt slit í tönnum. Á yfirborði stráa eru harðar sílikonagnir, sem fræðimaðurinn segir, að valdi meira sliti á tönnum en tannstönglar úr tré. Niðurstöðurnar birtust fyrst í Current Anthropology og voru síðan endursagðar í BBC. Áður var vitað, að tannstönglar voru mikið notaðir af elztu menningarþjóðum sögunnar.