Ítalía ætla að skila Eþiópíu 2000 ára gömlum einsteinungi, sem lengi hefur staðið á umferðareyju við Colosseum í Róm. Einræðisherrann Benito Mussolini rændi súlunni frá Axum, þegar hann hertók Eþiópíu 1937. Vinna er hafin við að taka listaverkið niður. Frá þessu segir í BBC. Sjaldgæft er, að ríki skili menningarsögulegum ránsfeng. Bretar hafa til dæmis lengi þverskallazt við að skila Grikkjum marmaralágmyndunum af Parþenon á Akrópólis. Danir gengu á undan öðrum með góðu fordæmi, þegar þeir skiluðu íslenzku handritunum.