Að hætti Hittíta

Punktar

Nýjasta og flóknasta tölvukeyrsla á samanburði tungumála sýnir, að íslenzka er eins og önnur indóevrópsk mál ættuð frá fornþjóðinni Hittítum, sem komu til sögunnar í Litlu-Asíu fyrir níu þúsund árum. Ef við erum þjóð á þeim forsendum, að við tölum sérstaka íslenzku, eigum við rætur að rekja til austurhéraða landsins, sem nú heitir Tyrkland. Alltaf er fróðlegt að kanna, hvaðan sé komið og hvert sé farið. Við erum á eyju úti fyrir Evrópu, ef til vill á leið til Ameríku. Við búum við stjórnkerfi, sem er ættað frá hefðum meginlands Evrópu, en hvorki frá Bretlandi né Bandaríkjunum. Rammi lífs okkar felst í reglum frá Róm og Napóleon, sífellt yngdum upp og endurnýjuðum á skrifstofum í Bruxelles. …