Lögregluofbeldi

Punktar

Simon Chapman hefur setið í fangelsi síðan hann var gripinn í lögregluóeirðum í tengslum við toppfund Evrópusambandsins í Saloniki í júní. Myndskeið sjónvarpsstöðvar sýnir hann þar með bláan bakpoka. Annað myndskeið sýnir lögreglumenn troða sprengiefni í svartan bakpoka. Lögreglan lýgur, að Chapman hafi verið með svarta pokann, þegar hann var handtekinn. Ítalskir lögreglumenn urðu að játa, að þeir höfðu sjálfir komið fyrir benzínsprengjum í skóla, þegar fundur auðríkja heims var haldinn í Genova í júlí árið 2001. Þeir notuðu fölsunina til að ráðast á sofandi hóp ungmenna, sem höfðu tekið skólann á leigu fyrir svefnskála. Lögreglan misþyrmdi þeim, svo að gera varð að sárum 60 ungmenna. …