Vegurinn til vítis

Punktar

Venjulegir stjórnmálamenn og illa skaffandi fyrirvinnur vilja láta meta sig eftir góðum vilja sinum til góðra verka, en ekki eftir raunverulegum verkum, sem standa viljanum oft langt að baki. Þetta er samkvæmt enska spakmælinu, sem segir, að vegurinn til vítis sé varðaður góðum áformum. Ég lofa að drekka ekki á jólunum segir heimilisfaðirinn og meinar það í alvöru. Þegar annað hefur komið á daginn og hann er kominn í vandræði á heimilinu, sýnir samanlögð reynsla ráðgjafarbransans, að hann vill vera metinn af góðum vilja sínum og að strikað sé yfir fótaskort á góðviljanum. …