Græðgi og gullfiskar

Punktar

Eins og eldur í sinu um óðul yfirstéttarinnar fer græðgisvæðingin, sem fylgir einkavæðingunni. Bankastjórar bera sig saman við erlenda bankastjóra og forsætisráðherra vill ekki vera minni en bankastjórar. Hans starfslokasamningur á að nema rúmlega hálfum milljarði samkvæmt reikningi Alþýðusambandsins. Skemmtilegar eru röksemdir græðginnar. Forsætisráðherra segist nánast liggja við dauðans dyr og telur ævi sína muni enda um sextugt. Aðrir ræða, hversu nauðsynlegt sé langþreyttum ráðherrum og þingmönnum að setjast snemma í helgan stein eftir að hafa verið á tauginni árum saman í pólitísku vafstri. …