Til þess eru Vítisenglar að varast þá. Það getum við lært af mistökum löggæzlu annars staðar á Norðurlöndum. Andvaraleysi stjórnkerfisins á fyrri árum hefur gert vélhjólagengjum kleift að verða ríki í ríkinu. Þarlend yfirvöld sjá eftir linkind sinni og vara okkur við að lenda í sömu ógæfu. … Ísland er eyja með góðri aðstöðu til að hafa hemil á innflutningi hættulegs fólks og hættulegs varnings. Rétt er að nota þessa aðstöðu til að vísa frá landinu fólki, sem tengist þrautreyndum glæpasamtökum á borð við Vítisengla, og hafa strangt eftirlit með aðdáendum þeirra innanlands. …