Það, sem við köllum hryðjuverk, kalla flestar evrópskar þjóðir terrorisma. Íslenzka orðið nær aðeins hluta hins vestræna innhalds orðsins, hluta af vopnabúri terrorista. Markmið þeirra eru ekki hryðjuverkin sjálf, heldur óttinn og skelfingin, sem stafar af ítrekuðum ógnunum terrorista. … Vegna notkunar íslenzka orðins hryðjuverk fyrir hugtakið terrorisma hættir okkur til að telja sjálfum okkur trú um, að markmið svonefndra hryðjuverkamanna sé að fremja hryðjuverk. Við skiljum ekki, að markmiðið er að framkalla hughrif og gagnaðgerðir, sem þjóna hagsmunum terrorista. …