Árvisst upphlaup

Punktar

Við höfum áður heyrt af fjárhagsvanda Landsspítalans, ekki bara í fyrra og hittifyrra, heldur svo langt sem minnið nær. Árvisst er, að tekjur spítalans nægja ekki fyrir gjöldum og að hlaupið er upp til handa og fóta, sumpart til að sýnast, sumpart til að spara og sumpart til að minnka þjónustu. … Nú er hvellurinn hærri og niðurskurðurinn meiri en venjulega. Í stórum dráttum er þó málið kunnuglegt. Einhver grundvallarmisskilningur hlýtur að vera í rekstrarforsendum og rekstri aðalspítala landsins, eitthvað sem hægt er að læra af, svo að eðlilegt rennsli náist í rekstrinum. …