Fjölmiðlafælni

Punktar

Lítið hefur birzt í fjölmiðlum af upplýsingum um rannsókn bryggjumorðsins í Neskaupstað. Annað hvort gengur rannsókn lögreglunnar nánast ekkert eða þá að lögreglan telur ekki heppilegt, að almenningur viti, hvað sé að gerast, nema hvort tveggja sé. Sögusagnir fylla svo tómarúm upplýsinga. … Yfirvöld hafa á undanförnum árum í auknum mæli tekið upp þá stefnu við rannsókn mála, að láta lítið vita um efnisatriði hennar. Oft er því borið við, að birting upplýsinga skaði rannsóknina, en það er ekki rökstutt og enginn óháður aðili utan lögreglunnar getur staðfest ágæti kenningarinnar. … Þetta er ekki sama vinnulag og sjá má af fréttum annars staðar á Vesturlöndum.