Pentagon og þorskurinn

Punktar

Samkvæmt leyniskýrslu í hermálaráðuneytinu í Pentagon verður Bandaríkjunum meira ógnað af völdum loftslagsbreytinga en hryðjuverkaárása á næstu fimmtán árum. Í skýrslunni er búizt við hærra yfirborði sjávar, ógnarkulda á veturna í sumum löndum, geigvænlegum þurrkum og styrjöldum um vatnsból. … Golfstraumurinn er meðal annars í húfi. Talið er sennilegt að bráðnun Grænlandsjökuls og fleiri umhverfisbreytingar muni hafa slæm áhrif á hlýja strauminn, sem liggur upp að Íslandi, vermir strendur þess og býr til ákjósanleg skilyrði fyrir nytjafiska á mörkum kalda og hlýja sjávarins. …