Vernd fyrir víkingum

Punktar

Myndirnar af íslenzku víkingasveitinni í sjónvarpinu vekur ýmsar spurningar um, hvaða fólk þetta sé og hver stjórni því eftir hvaða reglum. Það vekur blendnar tilfinningar að vita af auknum fjölda vopnaðs fólks á almannafæri á Íslandi, ekki sízt þegar þetta fólk er uppbúið eins og hryðjuverkamenn til að vekja skelfingu fólks. … Erlendis er þekkt vandamál, að fólk, sem á við ýmis vandamál að stríða, sækist eftir aðild að löggiltum ofbeldishópum. Fjölmennastir þar í hópi eru þeir, sem oft eru uppnefndir sem fasistar. Það er fólk, sem haldið er valdshyggju og valdbeitingarhyggju samkvæmt skilgreiningu úr bandarískum félagsvísindum eftirstríðsáranna. …