Ruddaleg spurning

Punktar

Hversu miklu fé má verja af sameign landsmanna til að halda lífi í fólki, til dæmis gömlu fólki, sem á skammt eftir ólifað? Milljón krónur á mánuði, viku, dag? Þetta þykir mörgum sjálfsagt ruddaleg og óviðurkvæmileg spurning. En fyrr eða síðar kemur að því, að henni verður að svara. … Sjúkrakostnaður hækkar sífellt vegna nýrra uppgötvana og nýrrar tækni. Nýtt lyf getur framlengt ömurlegt ævikvöld um þrjá mánuði og kostar hundrað þúsund krónur á dag, samtals tíu milljónir. Á að nota þetta lyf samkvæmt forskriftinni, að lífið sé svo mikilvægt, að ekki verði metið til fjár? …