Umbinn segir stopp

Punktar

Umboðsmaður Alþingis hefur staðfest, að dómsmálaráðherra fór ekki að lögum, þegar hann skipaði frænda flokksforingjans sem dómara í Hæstarétt. Hann braut ekki bara jafnréttislög, heldur líka stjórnsýslulög. Umboðsmaðurinn hefur hins vegar ekki vald til að breyta rangindum ráðherrans, sem standa. … Umboðsmaðurinn vekur athygli á, að hvergi í ferli málsins var þess getið, að sérstaklega væri þörf fyrir dómara, sem hefði skrifað eina ritgerð um Evrópurétt. Það var ekki fyrr en ráðherra fór að leita að útskýringum á því, hvers vegna hann hafnaði mörgum hæfari mönnum til að velja frændann. …