Pyndingar að ofan

Punktar

Rætur pyndinga bandaríska hersins í Írak liggja í verkefni, sem trúarofstækismaðurinn George W. Bush Bandaríkjaforseti fól trúarofstækismanninum John Ashcroft dómsmálaráðherra snemma árs 2001, þegar Bush var nýtekinn við völdum. Verkefnið fólst í að finna leiðir til að kvelja óvinina. … Að verkefninu vann mest John Yoo prófessor, sem gegnir svipuðu hlutverki fyrir bandarísku ríkisstjórnina og Jón Steinar Gunnlaugsson gegnir fyrir þá íslenzku, að finna einhverja langsótta þrætubók til að rökstyðja löglausar ákvarðanir, sem valdasjúkar ríkisstjórnir vilja taka. …