Gyðingarnir fimm

Punktar

Anthony Zinni er gamall hershöfðingi úr Víetnamstríðinu. Hann hefur mikið verið notaður af bandarískum stjórnvöldum til að slökkva elda í þriðja heiminum. Ríkisstjórn George W. Bush notaði hann fram í október s.l., þegar hann lýsti yfir andstöðu við framvindu hernáms Íraks og þróun mála þar. … Nú hefur Zinni kastað pólitískri sprengju á pólitíkina í Bandaríkjunum. Hann kennir fimm nafngreindum mönnum um stríðið við Írak. Þeir eru allir róttækt hægri sinnaðir í pólitík og allir gyðingar. Þetta eru þeir Dough Feith, Paul Wolfowitz, Lewis Libby, Richard Perle og Elliot Abrams. …