Þjóðaratkvæði

Punktar

Oddamenn stjórnarflokkanna hafa báðir sagt, að ekki verði reynt að hunza synjun forsetans á fjölmiðlafrumvarpinu. Því verður almenn þjóðaratkvæðagreiðsla um málið síðar í sumar eða í haust. Ef atkvæðagreiðslan dregst fram eftir hausti, væru stjórnaflokkarnir að brjóta ákvæði í stjórnarskránni. … Halldór Ásgrímsson var fljótur til að segja hug sinn í þessu efni. Það endurspeglar vafalaust þá staðreynd, að Framsókn, þar á meðal tveir þingmenn, voru tregir til stuðnings við hið umdeilda frumvarp. Davíð Oddsson þurfti sólarhring til umhugsunar áður en hann féllst á þjóðaratkvæðagreiðslu. …