Líf í bíl og borg

Punktar

Reykjavík hefur aldrei verið þröng Evrópuborg. Hún hefur aldrei verið, er ekki og verður engar Feneyjar eða gotneski miðbærinn í Barcelona. Hinir frægu túristabæir Evrópu eru dauðir og orðnir að söfnum, en Reykjavík er efnahagshjarta íslenzka ríkisins, borg bíla, umferðar, mislægra gatnamóta. … Reykjavík mun ekki batna við að verða þrengd að evrópskum stöðlum. Ákvörðun um búa til þrengsli verður að taka, þegar hverfi er skipulagt, ekki löngu síðar. Að þétta ofan í fyrri byggð er áreiti, sem leiðir til ósamkomulags, ófriðarefna og á endanum til málaferla, þar sem menn heimta skaðabætur. …