Klukkan tifar hraðar

Punktar

Þegar hitinn á daginn er enn um 12 stig í miðjum október, er eðlilegt, að fólk telji í fyrsta lagi, að aukinn hraði sé í hækkun hita af völdum aukins koltvísýrings í loftinu, og í öðru lagi, að þetta sé í rauninni hið bezta mál, að minnsta kosti fyrir Íslendinga á jaðri hins byggilega heims. … Að minnsta kosti fyrri skoðunin er rétt. Mælingar sýna, að árin 2002 og 2003 voru ár aukins koltvísýrings og aukins hita, sérstaklega á norðurhveli jarðar. Við vitum, að árið 2004 verður enn róttækara að þessu leyti. Úreltar eru orðnar fyrri spár fræðimanna um þróun mála í andrúmslofti jarðar. …