Íslenzkir hermenn

Punktar

Erlendar fréttastofur segja, að íslenzkir hermenn hafi særzt í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan. Utanríkisráðuneytið íslenzka segir þetta hafa verið friðargæzluliða. Það er orð, sem Atlantshafsbandalagið notar til að gera lítið úr aðild þess að vopnuðu hernámi Bandaríkjanna á fjarlægu landi. … Verkaskipting hernámsins felst í, að hermenn bandalagsins þora ekki út fyrir höfuðborgina Kabúl. Bandaríkjamenn stunda hins vegar stríðsglæpi víðs vegar um Afganistan með því að varpa sprengjum úr lofti að venjulegu fólki í von um, að sprengjurnar hitti forsprakka Talíbana eða Osama bin Laden. … Íbúar höfuðborgarinnar hafa ekki beðið um þetta hernám og hafa svipuð viðhorf og hernumið fólk hefur annars staðar. …