Árni og Fíladelfía

Punktar

Framsóknarflokkurinn var ekki að reyna að koma í veg fyrir borgarstjóra á vegum Samfylkingarinnar, enda var niðurstaða samsæris gegn Degi B. Eggertssyni samfylkingarmanni, að samfylkingarkonan Steinunn Valdís Óskarsdóttir varð borgarstjóri og verður ein af stjörnum Samfylkingarinnar. … Grundvöllur plottsins var, að Halldór Ásgrímsson er veikur foringi, sem á erfitt með að ákveða sig, svo sem komið hefur í ljós, þegar hann hefur legið langtímum saman yfir skiptum á ráðherrum innan flokksins. Ungir potarar hafa náð eyrum hans og komizt inn í tómarúmið til að láta að sér kveða. … Þetta eru einkum aðstoðarmenn ráðherra, Árni Magnússon félagsráðherra og forustumenn trúfélags Fíladelfíu. Þessir menn ákváðu að misnota borgarstjóravanda R-listans …