Ben Hur og Khartoum

Punktar

Charlton Heston lék söguhetjuna í tveimur gömlum bíómyndum, er segja mér, að ekkert sé að gerast í heiminum núna, sem ekki hafi gerzt áður í bíómyndum. Í annarri myndinni berst hann við Osama bin Laden, en í hinni við George W. Bush. Þetta voru myndirnar Khartoum frá 1966 og Ben Hur frá 1959. … Í Khartoum leikur Charlton Heston hershöfðingjann Charles Gordon, sem er sendur upp Nílarfljót til að stríða við ofstækismanninn Mahdi, leikinn af Sir Laurence Olivier. Sá síðarnefndi starir með skegg og túrban beint í myndavélina eins og Osama bin Laden í myndbandi, sýndu á Al Jazeera. …