Eign eða áskrift

Punktar

Auglýsingar í fjölmiðlum sýna, svo ekki verður um villzt, að Íslendingar eru að flytjast milli tímabila í hagsögunni. Að loknum eignatíma er kominn áskriftar- eða afnotatími. Menn kaupa ekki lengur bíl og fasteign með útborgun, heldur kaupa menn afnot eða áskrift að bíl og húsi án þess að eiga krónu. … Þetta hefur verið að gerast víðar á Vesturlöndum, enda ráfar alls staðar fjármagn um banka og sjóði í leit að skuldurum. Menn safna ekki lengur fé til framtíðarkaupa, heldur afla sér aðstöðu til að njóta dauðra hluta hér og nú í samræmi við tekjur og lífsstíl, sem þeir vilja hafa hverju sinni. …