Ár voldugra afla

Punktar

Náttúruöflin eru ekki síður voldug en máttur mannkyns til eyðingar umhverfisins. Strendur heimsins eru orðnar svo þéttbýlar, að tugþúsundir liggja í valnum eftir flóð af völdum jarðskjálfta. Á sama tíma eru mannanna verk að leiða til hækkunar á yfirborði sjávar í kjölfar jöklabráðnunar. … Hér á Íslandi ber okkur skylda til að taka þátt í að hjálpa þeim, sem eiga um sárt að binda vegna flóðbylgjunnar í Indlandshafi. Það er hluti af siðferðilegum skuldbindingum okkar gagnvart mannkyninu í heild. Af sömu ástæðu þurfum við stöðugt að eiga aðild að föstu hjálparstarfi í Afríku. …