Impregilio

Punktar

Hvað eftir annað er ítalski verktakinn við Kárahnjúka í fréttum vegna eindregins brotavilja í samskiptum við starfsfólk og umgengni við íslenzk lög og reglur. Impregilio rífur bara kjaft eins og það gerir í þriðja heiminum. Á öllum sviðum er fyrirtækið verndað af opinberum stofnunum, af sýslumönnum á Austurlandi, af vinnueftirliti ríkisins, sem er ein af stofnunum Framsóknarflokksins. Tilraunir verkalýðsfélaga til að þrýsta ráðherrum þess flokks til að taka á þessum málum hafa auðvitað engan árangur borið. Framsóknarflokkurinn er nefnilega í vasanum hjá Impregilio.