Afburða stjórnarskrá

Punktar

Evrópusambandið fékk í fyrra stjórnarskrá, sem ber af öðrum slíkum, þar á meðal þeim bandarísku og íslenzku. Öðrum þræði er eðlilegt, að ný stjórnarskrá sé betri en hinar gömlu. En jafnframt er ljóst, að önnur og betri hugsun er að baki hinnar nýju stjórnarskrár, sem hefur 77% fylgi Evrópubúa. … Evrópska stjórnarskráin hefur mannréttindakafla, sem fer langt upp fyrir nýlegan kafla í íslenzku stjórnarskránni. Evrópska stjórnarskráin leggur meiri áherzlu á félagslegt og menningarlegt réttlæti og spannar fleiri svið, svo sem um réttindi til umhverfisverndar og um réttindi dýra. …