Háskólarnir

Punktar

Það eru gamlar fréttir, að bandarískir háskólar séu beztir í heiminum. Nú eru fleiri vísindaritgerðir birtar í fræðiritum eftir höfunda í evrópskum skólum en bandarískum. Mikið hrun hefur orðið á fjölda erlendra nemenda í framhaldsnámi við bandaríska háskóla síðustu tvö árin og samtímis stóraukning í Evrópu. Bretland og Þýzkaland ein jafnast nú samtals á við Bandaríkin. Evrópusambandið hefur skipulega unnið að þessum breytingum á sama tíma og bandarískur ótti við útlendinga hefur komið niður á námsfólki, sem sækist eftir skólavist þar.