Ritskoðun

Punktar

George Monbiot segir í Guardian, að stóru fyrirtækin, sem eigi bandaríska fjölmiðla, einkum sjónvarpsstöðvar, séu almennt mjög höll undir repúblikana og að það endurspeglist í fjölmiðlunum. Hann nefnir dæmi um, að fjölmiðlar hafi í kosningabaráttunni átölulaust birt rangfærslur um John Kerry, en rangfærslur um George W. Bush hafi leitt til afsökunarbeiðna og brottrekstrar. Einnig nefnir hann dæmi um, að stuðningur við Bush sé ávísun á gott gengi og frama á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla. Pólitískt siðleysi í fjölmiðlum á svo þátt í vanþroska bandarískra kjósenda.