Schwarzenegger-passi

Punktar

Stjórnmálamaður í Austurríki, Peter Pilz, hefur hafið lögfræðilega kröfu um, að Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, verði sviptur austurrískum ríkisborgararétti fyrir að hafa samþykkt dauðarefsingu síðastliðinn miðvikudag. Pilz segir, að Schwarzenegger sé þekktasti Austurríkismaður í heiminum um þessar mundir og valdi Austurríki álitshnekki með aðgerð þessari. Dauðarefsing sé óheimil í Austurríki. Enginn Austurríkismaður og raunar enginn Evrópumaður megi taka þátt í slíku. Hún sé því næg ástæða fyrir sviptingu ríkisborgararéttar. BBC segir frá.