Staðfesta óttann

Punktar

Tveir gamlir utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Henry A. Kissinger og George P. Schulz, skrifa í dag grein í Washington Post, þar sem þeir benda á svipaðar niðurstöður kosninganna í Írak og ég bendi á í leiðara DV í dag. Þeir óttast alræði og klerkastjórn sjíta, svo og sjálfræði hryðjuverkahéraða. Annað mál er, að þeir vilja, að Bandaríkin reyni áfram að hafa puttann í gangverkinu eftir að hafa sleppt lýðræði lausu í Írak í almennum kosningum. Sjálfsagt verður það þumalfingurinn, sem verður rekinn í gangverkið eins og hjá Kissinger í gamla daga.