Vondi listinn

Punktar

Ian Bremmer skrifar í International Herald Tribune um nýjan lista George W. Bush Bandaríkjaforseta um óvini ríkisins. Þar er Íran efst, en síðan koma Norður-Kórea, Kúba, Hvíta-Rússland, Burma og Zimbabve. Bremmer spyr, af hverju Sádi-Arabía, Pakistan og Úsbekistan séu ekki á listanum eða þá nýi vinurinn Gaddafí í Líbíu. Þá er Súdan ekki á listanum þrátt fyrir fjöldamorð. Hann svarar spurningunni sjálfur og segir það vera hentistefnu, hvaða ríki séu á listanum og hver ekki. Það er eins gott að Gög og Gokke Íslands spili Íslandi ekki inn á slíkan lista með væli um Keflavíkurvöll.