Vilja ekki Rússland

Punktar

Katrin Bennhold segir í International Herald Tribune, að fjármálamenn á ráðstefnunni frægu í Davos telji Rússland skuggalegan fjárfestingarkost. Asíuríki á borð við Kína og Indland séu talin mun vænni. Árás Vladimir Pútíns forseta á olíufélagið Júkos sé talið hrollvekjandi dæmi um, að stjórnvöld Rússlands séu ekki útreiknanleg. Vegna vaxandi einræðistilburða verði Rússland áfram olíuríki með veika innviði efnahagslífs. Fjárfestirinn George Soros segir, að lög og reglur gildi ekki þar í landi, heldur geðþótti einræðishneigðrar og vanmáttugrar stjórnar Pútíns.