Undraborgin Feneyar verður eitt fyrsta fórnardýr hækkunar heimshafanna, sem virðist verða óhjákvæmileg, úr því að landsfeður heimsins taka hana ekki alvarlega. Elisabeth Rosenthal segir í International Herald Tribune, að vatnshæð í Feneyjum sé 23 sentimetrum hærri en var fyrir einni öld og um 100 sentimetrum hærri en fyrir 250 árum. Enn er rifizt um björgunarleiðir. Fyrir liggur áætlun um 78 gríðarlega stórar 300 tonna stíflur, sem andstæðingarnir telja, að muni skaða meira en laga. Samt virðist ekki skárri kostur í stöðunni til að bjarga minnisvarða um þúsund ára gamalt lýðveldi.