Hægri kanturinn

Punktar

Hægri kanturinn í Framsóknarflokknum ætlar að taka völdin í flokknum eftir tvö ár, þegar Halldór Ásgrímsson hættir, saddur pólitískra lífdaga. Þessi sveit hyggst ryðja Guðna Ágústssyni úr sæti varaformanns í vetur og helzt Siv Friðleifsdóttur úr sæti ritara. Þá yrði bæði pláss fyrir Valgerði Sverrisdóttur og Árna Magnússon í stjórninni. Síðan yrði Árni formaður flokksins eftir tvö ár. Þetta verður þá ekki lengur grænn sveitaflokkur, heldur svartur flokkur að hætti Halldórs, nálægt fasisma í gerðum sínum, andvígur uppsteit af hálfu friðarsinna, náttúrusinna, alþýðusinna.