Gleymið stjórnarskránni

Punktar

Bob Herbert er ekki hrifinn af umgengni ríkisstjórnar George W. Bush við stjórnarskrána. Forsetinn áskilji sér rétt til að handtaka hvern sem er og halda honum ævilangt inni án dóms og laga. Um það má lesa í New York Times. Þessi stefna stríðir gegn grundvallarlögmálum vestræns samfélags. Bandaríkin líkjast sífellt meira meintum óvinum sínum. Osama bin Laden hefur óbeint breytt stærsta ríki Vesturlanda í fasistaríki, þar sem grundvallarréttindi manna eru fótum troðin eftir geðþótta eins manns og þeirra, sem telja sig starfa í umboði hans. Svipað er ástandið orðið í Bretlandi.