Atlantshafið breikkar

Punktar

Á Davos-ráðstefnunni vakti það athygli Timothy Garton Ashng hjá Guardian, að Bandaríkjamennirnir voru bandarískari en áður og Evrópumennirnir voru evrópskari en áður. Sérstaklega virtust Bandaríkjamenn vera viðkvæmir, rétt eins og þeir væru komnir óvart í skæruliðahóp, þótt evrópskir viðmælendur þeirra væru bara kaupsýslumenn. Bandaríkjamenn kvörtuðu yfir því að vera álitnir villimenn. Svo virtist sem sömu ensku orðin hefðu ekki sama innihald vestan og austan hafs, t.d. frelsi, lýðræði og mannréttindi. Höfundur hefur áhyggjur af stöðu mála, þegar jafnvel kaupmenn verða tilfinnaþrungnir.