Boðsferðir lækna

Punktar

Fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismanns hefur leitt til þess, að við höfum fengið að vita um 469 boðsferðir, sem læknar hafa farið til útlanda í boði lyfjafyrirtækja. Er þá ekki talið eitt fyrirtæki, sem neitaði að svara, og ekki taldar lokavikur ársins. Gera má ráð fyrir, að í heild séu ferðirnar um 600 á ári. Að stórum hluta eru þetta beinar og óbeinar mútuferðir til að fá lækna til að vísa sjúklingum á dýr lyf. Merkilegt var, að Landsspítalinn, sem á flesta ferðalangana, gat ekki svarað fyrirspurninni. Þessi opinbera stofnun hefur hreinlega ekki áhuga á stóra skandalnum.