Sjálfhverf stétt

Punktar

Blaðamenn íslenzkir hafa löngum verið sjálfhverfir, í auknum mæli í seinni tíð. Undanfarið hafa þeir verið uppteknir af feluleik og stríði forsætisráðherra við fjölmiðlana. Þeir halda til dæmis fund í sinn hóp, veifa þar vanstilltum bréfum frá forsætisráðherra og dólgum hans til ríkisútvarps og dagblaða og gefa innihaldi þeirra falleinkunn. Ekki virðist blaðamönnum detta í hug, að almenningur eigi skilið að lesa eða heyra þessi bréf. Þeir virðast líta á þetta sem eins konar gamaldags yfirstéttar-einkamál, þar sem unnt eigi að vera að halda mikilvægum gögnum leyndum fyrir fólki.