Flýja til Kanada

Punktar

Síðan George W. Bush var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna hefur þrefaldazt straumur flóttamanna frá Bandaríkjunum til Kanada. Árið 2003 nam hann 6.000 manns, en verður 18.000 manns á þessu ári. Fyrirspurnum um ríkisborgararétt í Kanada hefur fjölgað úr 20.000 á dag í 115.000 á dag. Aukningin stafar eingöngu af kosningasigri forsetans, sem hefur vakið skelfingu sumra. Menn eru fúsir til að búa við lægri laun í Kanada heldur en þeir höfðu í Bandaríkjunum. Þeir vilja búa í friðsamara, frjálslyndara og umburðarlyndara þjóðfélagi. Rick Lyman skrifar um þetta í New York Times.