Kína ræður úrslitum

Punktar

Mark Landler segir í New York Times, að Davos ráðstefnan sé fyrst og fremst ráðstefna Evrópu og Bandaríkjanna. Fulltrúar frá Kína séu þar eins og illa gerðir hlutir og haldi hópinn. Samt sagði Bill Gates, forstjóri Microsoft, í ræðu, að Kína muni ráða úrslitum um breytingar næstu tvo áratugina. Ekki kom fram í ræðum Kínverja, að Kína mundi hækka gengi yuans til að létta á misræmi við dollarinn, sem er fallandi vara. Aldrei er rætt á slíkum fundum um sprenginguna, sem verður, þegar rík þjóð sprengir af sér fjötra alræðis eins flokks. Þá mun mörg fjárfesting útlendinga fara fyrir lítið í Kína.