Félagshyggja Íraka

Punktar

Naomi Klein hefur kannað stefnuskrá sigurvegaranna í kosningunum í Írak og skrifar um hana grein í Guardian. Þar segir hún, að þetta sé félagshyggjuflokkur, sem lofi öllum vinnu, afskriftum ríkisskulda, viðgerðum á vatnsveitum og notkun olíutekna í þágu þjóðarinnar. Þetta gengur þvert á frjálshyggjuna sem Paul Bremer hernámsstjóri tróð upp á þjóðina í kjölfar innrásarinnar. Við völdum í Írak er að taka stjórn, sem í flestum meginatriðum er andvíg markmiðum hernámsins. Fróðlegt verður að sjá, hvernig hernámsstjórn Bandaríkjanna reynir að hindra framgang þessa lýðræðis.