Ódýr netsímtöl

Punktar

Evrópusambandið hefur ákveðið að knýja fram ódýrari símtöl með því að auðvelda aðgang að internetinu sem síma. Þetta á að hindra einokun gömlu landssímanna, svo sem Símans, og nýrra símafyrirtækja á borð við OgVodafone. Evrópusambandið vill tryggja, að ekki verði lagðar hindranir í veg aðila, sem bjóða fólki símtöl á netinu. Áherzla verður lögð á, að notaður verði einn hugbúnaður, VoIP. Reikna má með, að slík símtöl verði eins skýr og önnur símtöl og mánaðarlegir reikningar nemi aðeins hluta af því, sem sími kosta núna. David Gow skrifar um þetta í Guardian.