Vanur maður

Punktar

Þegar John D. Negropointe var sendiherra Bandaríkjanna í Honduras hafði hann morðsveitir hersins á kaupi við að pynda og drepa andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Þess vegna finnst ráðamönnum Bandaríkjanna, hatursmönnum mannréttinda, gott, að hann verði yfirmaður allra 15 þátta leyniþjónustunnar í Bandaríkjunum. Hins vegar hefur ráðningin vakið óhug í Suður- og Mið-Ameríku, þar sem menn minnast afskipta Bandaríkjanna með hrolli. Ekki er búist við, að virðing Negropointe fyrir mannréttindum verði meiri að þessu sinni en áður. Scott Shane skrifar um málið í New York Times.