Hriflungar vestra

Punktar

Tristam Hunt lýsir í Guardian útgáfu sagnfræðirita fyrir almenning í Bandaríkjunum um þessar mundir. Eftir lýsingu hans að dæma er svo mikil þjóðernisefling í þessum bókum, að það minnir á kennslubækur Jónasar frá Hriflu, þar sem búnar voru til hetjumyndir af völdum Íslendingum. Bækurnar vestra lýsa frelsisþrá og fórnfýsi Bandaríkjamanna, þeim örlögum þeirra að búa til heimsveldi og því sérkenni forsetanna að vera algerir súpermenn. Hunt segir, að með þessu séu Bandaríkjamenn að flytja sögu sína inn í heim draumóra, sem hafi slæm áhrif á umgengni þjóðarinnar við útlendinga.