Lífsgæði Afgana

Punktar

Íslenzkir gervihermenn í Afganistan láta taka myndir af sér að gefa innfæddum börnum hlýtt á kroppinn til að fá okkur til að gleyma frægum teppakaupum. Þeir eru á þessum slóðum að hjálpa til við að varðveita hernám, sem leysti af hólmi svokallaða Talibana, sem sagðir eru vondir kallar. Nú hefur hernám Íslendinga og fleiri ríkja á Afganistan staðið í þrjú ár og hver er niðurstaðan? Samkvæmt nýútkomnum staðli Sameinuðu þjóðanna er Afganistan númer 173 af 178 ríkjum heims í lífsgæðum íbúanna. Aðeins Búrundi, Malí, Burkina Faso, Níger og Sierra Leone eru verr á vegi stödd.