Sveitarstjórnir loka

Punktar

Sveitar- og héraðsstjórnir víða um Evrópu eru að undirbúa varnir gegn yfirvofandi innrás erfðabreytts fóðurs frá Bandaríkjunum í skjóli Alþjóða viðskiptastofnunarinnar. Þær hafa lýst sig erfðabreytingafrí svæði, eins og önnur svæði hafa lýst sig kjarnorkuvopnalaus. Mestallt Grikkland og Austurríki og mestöll Ítalía eru orðin erfðabreytingafrí, einnig Suðvestur-Bretland og Wales. Alls eru svæðin orðin 3500 í Evrópu og byrjuð að skjóta rótum í Kaliforníu. Bak við sveitarstjórnir eru bændur og neytendur, sem alls ekki vilja sjá neitt, sem heitir erfðabreytt matvæli eða útsæði.