Úrskurðar að vænta

Punktar

Frá 1998 til síðasta árs bannaði Evrópusambandið til bráðabirgða innflutning erfðabreyttra matvæla og útsæðis, meðan það væri að smíða regluverk um málið. Það hefur nú fæðst og felur í sér harðar reglur um upprunavottorð og merkingar á umbúðum, sem Bandaríkin sætta sig ekki við. Þau hafa kært sambandið fyrir Alþjóða viðskiptastofnuninni, sem tók málið fyrir í fyrradag. Niðurstöðu hennar er að vænta eftir um það bil mánuð. Þá má búast við, að aukinn hvellur færist í illvígar deilur um erfðabreytt matvæli og útsæði, enda eru 70% Evrópubúa andvígir erfðabreyttum afurðum.