Kvennakaupið

Punktar

Claudia H. Deutsch segir í New York Times frá nýrri bók eftir Warren Farrell, sem hefur rannsakað launamun karla og kvenna. Þar er haldið fram, að konur stjórni þessum launamun að nokkru. Þær velji líkamlega erfið störf, þar sem mikil aðsókn heldur launum niðir. Þær forðist áhættustörf, þar sem laun eru há. Þær vilji frekar vinna 34 tíma á viku en 44 tíma, sem er dæmigerður vinnutími í hátekjustörfum. Farrell fann hins vegar undirhópa, þar sem hægt var að fara framhjá slíku vali, til dæmis ógifta prófessora og fann út, að við slíkar aðstæður fengu konur sama kaup. Nýtt ágreiningsefni?